Hönnun

Íbúðirnar bjóða upp á einstaka innanhúshönnun þar sem gæði og fagurfræði fara saman. Sérsmíðaðar innréttingar frá GKS, hannaðar sérstaklega með þarfir nútímaheimilisins í huga, mynda fullkomið jafnvægi milli stíls og notagildis og skapar þannig hlýlegt andrúmsloft í hverri íbúð.

Íbúðir skilast með öllum tækjum s.s innbyggðum kæliskáp og uppþvottavél, span helluborði og blástursofni. Öll tæki eru frá AEG.