

Norðurhlíð
Við kynnum með stolti nýtt og spennandi verkefni, Norðurhlíð neðst í Urriðaholti, 80 íbúðir fyrir 50 ára og eldri á frábærum stað sem býður upp á fjölbreytta möguleika og einstaka aðstöðu. Þessar íbúðir eru hannaðar með þægindi og lífsstíl í huga. Bílastæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum og eitt þvottastæði sem eigendur hafa afnot af. í kjallaranum eru einnig að finna rúmgóðar bílskúrageymslur, þar sem hægt er að geyma golfbíl eða önnur tómstundatæki.
Byggingin er með glæsilegum glerlyftum sem gefa íbúum tækifæri til að njóta útsýnis á leið sinni upp eða niður. Þar að auki er sameiginlegt miðrými sem skapar kjöraðstæður til samveru, vinnu eða afslöppunar. Miðrýmið skartar einstakri setustofu, eldhúsrými, golfhermum, billiard aðstöðu og yoga sal, allt í notalegu og heillandi andrúmslofti. Íbúðirnar í Norðurhlíð eru tilvaldar fyrir þá sem vilja sameina þægindi og nútímalega hönnun með skemmtilegum og heilsueflandi lífsstíl.
Velkomin í nýtt líf þar sem lífið verður einfaldlega betra.