Miðrými

Miðrýmið er fullkominn staður til að sameina vinnu, afslöppun og afþreyingu. Rýmið er staðsett á kjallarhæð á milli Urriðaholtsstrætis 11 og 13 og horfir út í Heiðmörkina. Miðrýminu verður skilað fullbúnu. Þar verða tveir golfhermar, billiard aðstaða, æfingarsalur og hlýleg setustofa sem er hentug fyrir afslöppun, fundi eða óformlega samveru. Einnig verður eldhúsinnrétting, borð og stólar fyrir veislur, spilakvöld eða öðru líkt þar sem notalegt andrúmsloft ræður ríkjum

Miðjan eykur ekki sameiginlegan kostnað íbúa. Gert er ráð fyrir að íbúar greiði fyrir notkun sem nemur rekstrarkostnaði eins og hita, rafmagn, þrif og viðhald tækja. Íbúar munu panta fyrirfram viðkomandi rými og samtímis verður þá innheimt gjald fyrir notkun. Sama mun líka gilda um þvottaaðstöðu í kjallara.