Umhverfi
Staðsetningin býður upp á frábær tækifæri fyrir þá sem kjósa útivist og vilja nýta sér góða tengingu við hjóla- og göngustígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Urriðaholt er einstakt vegna nálægðar við náttúruna, þar sem náttúruperlur umkringja svæðið. Göngustígur sem liggur fyrir neðan bygginguna veitir þægilegar tengingar og auðvelda leið að Vífilstaðahrauni til norðurs og Heiðmörk til austurs, auk þess sem Urriðavatn er í nágrenninu til suðurs. Íbúar geta einnig nýtt sér fjölbreytta möguleika til útivistar með góðu aðgengi að golfvellinum Oddi og eru þar að auki tveir golfvellir í næsta nágrenni: Vífilstaðavöllur og Setbergsvöllur.
Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skv. vottunarkerfi BREEAM Communities. Hverfið byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks sem þar býr í sátt við náttúruna og umhverfið allt. Hverfið nýtur allrar þjónustu sem Garðabær hefur upp á að bjóða. Nánar má lesa um hverfið á vefnum.